Vörur:

Henson Design -Nixon-

Stillanlegt rúm frá Henson Design

Henson Design eru hágæða stillanleg rúm frá Belgíu, framleidd eftir ströngustu gæðastöðlum, í verksmiðjum framleiðandans Van Landschoot í Belgíu.

  • Fáanleg í breiddunum 2x80cm (160cm) / 2x90cm (180cm) / 2x100cm (200cm) og í lengdunum 200cm / 210cm / 220cm.
  • Hægt að velja á milli stífleika í dýnum. 7.svæðaskiptar fjöl-pokafjöðrunar dýnur, með „hátt-lágt“ kerfi á álagsvæðum til að tryggja stuðning þar sem þörf er á, án þess að tapa mýkt.
  • Þráðlausar fjarstýringar sem ekki þarf að beina að neinum punkti. Stillanlegur botn, með innfeldri pokafjöðrun sem gefur töluvert betri endingu á þær dýnur sem að liggja á honum, ásamt því að gefa meiri dýpt í mýktina. Aukaleg beygja er við herðar, að auki við hefðbundna höfuð og fótagafls beygju, til að tryggja meiri og betri stuðning í uppréttri stöðu.
  • Mjög þykk yfirdýna (12cm) er gerð úr Talalay latex.
  • val um fjöldann allan af litum og áklæðum
  • Rúm kemur með eða án gafls. Margar gerðir af rúmgöflum í boði.
Senda fyrirspurn

Tengdar vörur