Vörur:

Dunlopillo Selection 310 Frá Danmörku

Elevation 310 rafstillanlegt rúm með Latex Heilsudýnu

Dunlopillo hefur sérhæft sig í framleiðslu á rúmum úr náttúrulegu latexi. Segja má að fæstir standi jafnfætis Dunlopillo þegar að kemur að framleiðslu á dýnum úr latexi enda hefur Dunlopillo gert slíkt síðan 1929. Latex dýnur henta mjög vel fyrir fólk sem þarf góðan og mikinn stuðning en vill mikla þrýstijöfnun og geta þó hreyft sig auðveldlega t.d vegna gigtar og fólki sem er heitfengt í svefni því latex andar vel.

  • Fáanlegt í stærðunum 80x200cm / 90x200cm / 90x210cm
  • 7 svæðaskiptar heilsteyptar 18cm+5cm latexdýnur fáanlegar í mismundandi stífleikum., Val er um mismunandi yfirdýnur en þykkbólstruð (10cm) „selection“ yfirdýnan kemur stöðluð með Selection 310 rafmagnsrúminu
  • Þráðlausar fjarstýringar fylgja – Hljóðlátir og öflugir mótorar með innbyggðum straumvara svo aldrei er sítengt rafmagn úr vegg í mótor þegar rúm er ekki í notkun – Sterkbyggður stálrammi með aukalegum lið við herða og hálsvæði til að tryggja góða sitjandi stellingu. – Hægt er að stýra Dunlopillo rafstillanlegu rúmunum með flestum snjalltækjum með appi í gegnum bluetooth ™ tengi.

    Gefur möguleika á að stýra báðum rúmum með sama tækinu og fleiri minnistillingar.
  • Dunlopillo heilsurúmin koma í 3.mismunandi litum á áklæði- mikið úrval af fótum – staðlaðar fætur fylgja með rúmi (eins og mynd) en hægt að uppfæra sig í aðrar gerðir. – Gaflar fáanlegir í sömu áklæðum

Sérpöntun. Hafið samband við verslun Fyrirspurn um vöru
Senda fyrirspurn

Tengdar vörur