Vörur:

Lama Box Elevation í Hallingdal textíl

Stillanlegt heilsurúm frá Danmörku

Lama hefur síðan 1939 verið þekkt fyrir heilbrigðan svefn, Danskt handverk og gæði „Det er ikke bare en seng, det er et koncept!“ sem mætti þýða lauslega; „Þetta er ekki bara rúm, heldur heildarhugmynd“ er hugsjónin sem unnið er frá, rúmið byrjar frá gólfi og upp og því mikilvægt að allir þættir rúmsins spili saman.

Hægt er að sérpanta Lama rúmin í Hallingdal textíl eftir Nanna Ditzel, hina mikilsmetnu og margverðlaunuðu danska hönnuð.

  • Fáanlegt í stærðunum 90x200cm / 90x210cm
  • Val um stífleika á dýnum
  • Tvöfaldar pokafjöðrunardýnur með „smá“pokafjöðrun í efstalagi ásamt svæðaskiptri “unik“ pokafjöðrun þar sem annar hver pokagormur hefur annan minni inní sér sem eykur stuðninginn á álagsvæðum til muna, en eykur að sama skapi mýktartilfinninguna.
  • Þykkar yfirdýnur (60mm) bólstraðar með Hallingdal textil fylgja. Val um nátturulegan Talalay latex eða Visco þrýstijöfnunarsvamp
  • Hljóðlátir en extra öflugir rafmagnsmótoranir eru búnir sjálvirkum straumvara (relay) svo þeir eru aldrei tengdir rafmagni úr veggnum þegar að rúmið er ekki í notkun.
  • Aukaleg beygja á ramma við höfuð til að veita aukalegan stuðning við höfuð og herðar í uppréttustu stöðu
  • Þráðlausar RF fjarstýringar, sem þýðar að ekki þarf að benda fjarstýringuni að ákveðnum punkti til að hún virki. / Fallegir vasar undir fjarstýringar fylgja með
  • Val um tvo liti í Hallingdal áklæðinu, svart eða ljósgrátt. / Mikið úrval fóta, fætur fylgja frítt með rúmi
  • Sérpöntun í Hallingdal textíl Fyrirspurn um vöru
Senda fyrirspurn

Tengdar vörur