Delta Motion er einstaklega fallegur og þægilegur hægindastóll með bólstruðum armstuðningi og á snúningsfæti. Stóllinn er með vinnuvistfræðilega hönnun sem gerir setu- og hvíldarupplifun einstaklega þægilega. Hægt er að stilla bak ásamt háls- og herðasvæði, á meðan sætið hallar náttúrulega miðað við halla stólbaksins.
Armstuðningurinn hreyfist samhliða bakinu og veitir þannig hámarksþægindi í öllum stöðum. Hægt er að læsa stólnum í þeirri stöðu sem hentar best. Delta Motion fæst í tveimur stærðum, bæði í upprunalegri stærð og stærri útgáfu fyrir hærra fólk með öflugri gasfjöðrun sem veitir rétt jafnvægi. Samsetningarmöguleikar eru gríðalega margir, bæði hvað varðar áklæði, litaval, viðaráferðir og fótakrossa.