Nýr hægindastóll frá IMG Comfort í Noregi. Space 6100 er nettur og glæsilegur hægindastóll sem hentar vel þar sem pláss er takmarkað. Stóllinn er aðeins 74 cm á breidd og 107 cm á hæð. Hægt er að halla aftur baki og armar fylgja með baki fyrir aukin þægindi. Höfuðpúði er stillanlegur fram til að veita betri stuðning við háls og höfuð. Stóllinn er fáanlegur í miklu úrvali af leðurlitum og vönduðu áklæði. Hann stendur á snúningsfæti með möguleika á mismunandi snúningskrossum. Fæst með eða án skammels
Nett hönnun – aðeins 74 cm á breidd
Hæð stóls 107 cm
Hægt að halla baki aftur fyrir hámarks þægindi
Armar fylgja með baki fyrir aukinn stuðning í öllum stöðum
Stillanlegur höfuðpúði sem hægt er að leggja fram fyrir betri stuðning við háls og höfuð